Sölutjöld á 17.júní

Umsókn um sölutjöld á 17. júní  í Reykjavík

Skilyrði fyrir því að umsækjandi hafi möguleika á leigu á stæði undir sölutjald(úthlutun) er að um sé að ræða félagasamtök er sinna æskulýðs- íþrótta- og félagsstarfi. Einstaklingar og fyrirtæki, sem og önnur félagasamtök en þau er uppfylla skilyrði eiga því ekki rétt á úthlutun. Þjóðhátíðarnefnd getur veitt undanþágu frá viðmiðun þessari í tilvikum þar sem félög starfa í Reykjavík þó svo þjónusta félaganna nái einnig út fyrir borgarmörkin og umsækjendur ekki nógu margir til að fylla öll tjöld. Skilyrði fyrir úthlutun er einnig að notuð verði tjöld sem leigð eru af SSR eða tjöld samþykkt af SSR.

Vakin er athygli á því, að lausasala á hátíðarsvæðinu er bönnuð.

Tjöldin

 • Sölutjöldin eru 3m x 3m
 • Öllum tjöldum fylgir söluborð.
 • Sölutjöldin eru á ábyrgð söluleyfishafa/leigjanda á fyrrgreindu tímabili.
 • Skapist þær aðstæður sökum veðurs eða annarra náttúrhamfara að hætta er á að sölutjöldin skemmist af þeim sökum, áskilur leigusali sér þann rétt að taka tjöldin niður, án þess að leiguhafi geti átt kröfu á endurgreiðslu.
 • Stranglega er bannað að líma á tjalddúkana og skal þrífa hvers konar óhreinindi af tjaldinu fyrir skilatíma. Leigusali áskilur sér rétt til að innheimta gjald fyrir þrif sé tjaldi skilað í óviðunandi ástandi.
 • Áður en tjaldi er skilað skal losa allt rusl úr því í næstu sorptunnu.
 • Orkuveita Reykjavíkur getur útvega rafmagn í tjöldin.
 • Vífilvell er styrktaraðili SSR og ætlast er til að leigjendur versli við Vífilfell ef viðkomandi ætlar að seja drykki.

Sölutjöld eru ekki leigð einkaaðilum, heldur einungis félögum og samtökum sem sinna æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarfi í Reykjavík. Staðfesting viðkomandi félags þarf að liggja fyrir. Eitt félag eitt stæði nema fjöldi umsækjendur séu færri en stæðin. Söluaðilar á 17. júní verða að skuldbinda sig til að fullnægja eftirgreindum skilyrðum:

1. Tjöld séu hrein og óheimilt er að hefja starfsemi nema búnaður söluaðila hafi verið skoðaður og viðurkenndur af heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

2. Mælst er til þess við leyfishafa að ekki verði seldar flautur og önnur hávær leikföng.

3. Sælgæti sé flutt innpakkað á sölustað og selt þannig. Gætt sé fyllsta hreinlætis í sambandi við flutning, geymslu og sölu á allri neysluvöru.

4. Afgreiðslufólk sé snyrtilegt og klætt hreinum hlífðarfatnaði. Heilbrigðiseftirlitið mælist til þess að í hverju tjaldi, þar sem selt er sælgæti eða annar matarkyns, sé handþvottakvoða og pappírsþurrkur.

5. Öll lausasala á vörum eða sælgæti er óheimil utan tjaldanna og á hátíðarsvæðinu.

6. Að búið sér að tæma tjaldið og fjarlægja rusl eigi síðar en klukkutíma eftir að sölu líkur

7. Aðilum er skylt að sýna fulltrúa þjóðhátíðarnefndarinnar búnað sinn og leyfi sé þess krafist.

8. Óheimilt er að selja drykkjarvörur í glerflöskum.

9. Leyfishafa skal vera ljóst að leyfi fyrir veitingatjöldum er bundið því skilyrði að ekki séu seldir neinir þeir hlutir sem að dómi Þjóðhátíðarnefndar geti sett óviðeigandi svip á hátíðarhöld dagsins 17. júní.

10. Heimilt er að selja eftirtaldar vörur : Innpakkað sælgæti, öl og gosdrykki, innpakkaðan ís, pylsur, ávexti, barnafána, Candy flos, blöðrur og leikföng.

11. Leyfishafa er skylt að fylgja reglum Tollstjóra um sölustarfsemi.

12. Leyfishafa skal vera ljóst að brot á þessum skilyrðum varðar missi sölustæðis fyrivaralaust.

13. Skila ber tjöldum hreinum í lok leigutíma, óheimilt er að líma á tjalddúkana, leigutaki ber ábyrgð á sölutjaldinu á leigutíma sem telst frá móttöku tjalds þangað til að starfsmenn Skátaland mæta og taka tjaldið niður.

Stranglega er bannað að skilja eftir rusl í og við tjaldið!

Samkvæmt sérstöku samkomulagi Skátasambands Reykjavíkur (SSR) og Íþrótta-og Tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR), hefur SSR tekið að sér alla umsýslu sölutjalda á Þjóðhátíðardaginn og úthlutun þeirra í samstarfið við starfsmenn þjóðhátíðarnefndar.

Umsóknareyðublöð vegna sölutjalda á 17. júní er að finna hér fyrir neðan og einnig á skrifstofu SSR, Hraunbæ 123 og er umsóknarfrestur og greiðslufrestur er til 26.maí. Upplýsingasími 577-4500.

Dregið verður um staðsetningar  á sölusvæðum þann 1.júní í Skátamiðstöðinni hraunbæ 123 kl 15:00. Umsækjendum er velkomið að vera viðstatt úthlutunina.

Sölustæði :                       10:00-18:00         kr. 40.000,-           innifalið tjald, uppsett með söluborði og söluleyfi

Greiða ber leigu og leyfisgjaldið fyrir 29. maí. Leggja skal gjaldið inn á reikning.

Fái viðkomandi ekki úthlutun verður leyfisgjaldið endurgreitt viðkomandi.

kennitala 580269-7029

Reikningur 0313-26-015484

kvittun sendist á ssr@ssr.is

Umsóknareyðublað

 

Umsokn_um_söluleyfi-17.júní-2017 doc

Umsokn_um_söluleyfi-17.júní-2017  pdf

 

 

 1. Hljómskálagarður – 2. Fríkirkjuvegur – 3. Austurvöllur

 • Ekki verður hægt að færa tjald eftir að starfsmenn SSR hafa sett tjöldin upp.
 • Ákveðin fjöldi tjalda er á hverju svæði og er dregið um staðsetningu innan svæða. Sæki fleiri um, en tjaldafjöldi segir til um er dregið úr innsendum umsóknum.
 • Fjöldi tjalda á hverju svæði getur breyst eftir framkvæmdum, breytingum á dagskrá þjóðhátíðarnefndar eða öðrum breytingum á miðbænum.
 • Eitt félag eitt stæði nema að umsækjendur séu færri en innsendar umsóknir.

 

 

 

Sölutjald á 17.júní

Sölutjald á 17.júní

 

 

 

 

 

 

Hafa samband

Hafa samband

Endilega hafðu samband við okkur ef þú hefur frekari spurningar og við munum aðstoða þig eftir bestu getu
Hafa samband